Báta og Skipamyndir Krúsa

Myndablogg Krúsa er flutt á 123.fuglar.is

28.07.2014 10:31

1178 Blíða SH 277

 

 

1178 Blíða SH 277 stundar makrílveiðar um þessar mundir og er einn af fyrstu bátunum sem fóru á þessar krókaveiðar á makríl sennilega árið 2011.© myndir MKV júlí 2014

28.07.2014 10:31

2405 Andey GK 66

 

2405 Andey GK 66 á leið úr Keflavíkurhöfn eftir makríllöndun.© myndir MKV júlí 2014

25.07.2014 20:57

2883 Sigurður VE 15

 

 

 

 

 

Jæja þá er hann kominn nýji Sigurður VE 15 ég komst því miður ekki til Eyja til þess að mynda hann en Tryggvi Sig sá til þess að gamli kótelettufélaginn og fellow skipaperri fengi að vera með og sendi mér þessar æðislegu myndir af þessu glæsifleyi sem vonandi reynist jafnvel og sá gamli gerði í þau 53 ár sem hann fékk að tóra.Þakka ég félaga Tryggva sendinguna og læt myndirnar tala sínu máli.© myndir Tryggvi Sig 25 júlí 2014

22.07.2014 23:01

Keflavíkurhöfn í kvöld

 

 

 

 

 

 

 

Þessir bátar eru allir á makríl og voru sumir að landa aðrir búnir og einhverjir að koma inn og í löndunarbið.

21.07.2014 22:44

Mánarnir og Eyborgin

Mánarnir og Eyborgin í blíðuveðri á Garðsjó í kvöld.

20.07.2014 23:43

Í pottinum

 

 

 

 

 

 

 

Potturinn í Ghent í Belgíu en skipin þarf ekkert að kynna þið þekkið þau.

17.07.2014 12:54

Þrír bláir í Njarðvík

245 Fjóla KE 325 1404 Þórsnes II SH 109 og 1639 Tungufell BA 325 bíða þess sem verða vill í Njarðvík í gær.

17.07.2014 12:51

1204 Jón Gunnlaugs ST 444

Þessi gamla Reykjavíkursmíð er að fara í pottinn.
Það er spurning hvað gert verður við þann sem er fyrir innann Jón Gunnlaugs.

17.07.2014 12:49

89 Grímsnes GK 555

 

Gamli seigur var að landa makríl í Sandgerði í gær og sýndist mér að Nesfiskur tæki við aflanum en mikið stendur til á þeim bænum varðandi makríl vinnslu.

16.07.2014 23:00

117 Hvalur 8 RE 388

Tók nokkrar af þessum þegar hann fór fyrir Garðskagann í kvöld, fallegt skip Hvalur 8 sem tignarlega klýfur hafflötinn.

16.07.2014 21:58

1081 Valþór GK 123

 

 

 

Þegar þessi kom til Njarðvíkur úr hafnarfirði í vetur sem leið að þá hélt maður að komið væri að lokum hjá honum en svo er nú ekki en hann skal á makríl.En þessar tók ég í dag þegar hann kom úr slippnum.

14.07.2014 01:08

Heimskautaúlfurinn

Polar Amaroq í skemmtilegu sjónarspili undan Garðskaga.

14.07.2014 01:06

1076 Jóhanna Gísladóttir ÍS 7

Hér á leið í slipp fyrir viku síðan eða svo.

13.07.2014 13:13

1030 Páll Jónsson GK 7

Þessi er líka frá Kristjáni en þarna er Páll Jónsson GK 7 að koma til hafnar á Þingeyri.© mynd Kristján Kristjánsson júlí 2014

13.07.2014 13:10

975 Sighvatur GK 57

Kristján Kristjánsson bílstjóri hjá Nesfrakt tók þessa af Sighvati GK 57 að leggja í hann frá Þingeyri eftir löndun þar.© mynd Kristján Kristjánsson júlí 2014
Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 1261
Gestir í gær: 230
Samtals flettingar: 2980752
Samtals gestir: 475779
Tölur uppfærðar: 28.7.2014 16:31:15
clockhere

Um mig

Nafn:

Markús Karl Valsson

Farsími:

7758770

Afmælisdagur:

17 ágúst 1962

Staðsetning:

Garður

Tenglar