Báta og Skipamyndir Krúsa

Myndablogg Krúsa er flutt á 123.fuglar.is

24.04.2014 21:43

Gleðilegt sumar

Að kvöldi sumardagsins fyrsta sendi ég ykkur óskir um gleðilegt sumar og þakka fyrir veturinn.

24.04.2014 09:12

Ex íslenskir part 13

 

 

 

 

 

 

22.04.2014 11:25

Skítaveður í Reykjavík

 

 

 

 

 

Tók þessar á skírdag í skítaveðri rigningarslyddu þetta er ekkert sem ekki hefur sést áður á síðunni en er þó eitthvað hef haft lítinn tíma fyrir þetta þar sem ég hef verið að sinna öðru þar á meðal annari síðu en ég reyni að blása aðeins lífi í þessa fljótlega.

16.04.2014 15:26

Landað í Garðinum

Hérna kemur önnur frábær tekin af Þorsteini Gíslasyni á Gerðabryggju í kringum 1960 en þarna er verið að landa úr sömu bátum og á myndinni fyrir neðan vörubíllinn hans Torfa í Miðhúsum næst okkur að landa úr Hólmsteini GK 20 en hvíti Fordinn hans Steina á Borg að landa úr Gunnari Hámundarsyni GK 357.Frábærar og fallegar myndir frá þessum löngu horfnu tímum.

14.04.2014 21:36

Gömul og góð úr Garðinum

Hérna kemur ein gömul og góð tekin á Gerðabryggjunni í kringum 1960 af þeim Gunnari Hámundarsyni GK 357 og Hólmsteini GK 20 en myndina tók Þorsteinn Gíslason frá Krókvöllum.Vörubílinn átti Torfi Sigurjónsson bóndi í Miðhúsum og er hann undir stýri en frammí situr Guðmundur Eiríksson í Garðhúsum sem átti og gerði út Hólmstein.

14.04.2014 19:20

Ex íslenskir part 12

 

 

 

 

 

 

 

11.04.2014 00:28

Sæmundur á horninu

Nú er búið að planta ræfilstuskunni honum Sæmundi á hornið á Suðurgarðinum en ekki veit ég hvað til stendur með hann en hef heyrt að hann sé á leið í pottinn alræmda.

 

11.04.2014 00:24

Einn flottasti netabátur landsins

Dóri skipstjóri er búinn að fiska vel á Erling á vertíðinni eins og allar hinar sem hann hefur verið með þennann flotta bát.

11.04.2014 00:22

1081 Valþór GK 123

Ekki veit ég hvað stendur til með þessa Seyðisfjarðarsmíð.

11.04.2014 00:15

Maron Tjaldanes og Keilir

Þessir þrír lágu í Njarðvík í blíðunni í dag.
1420 Keilir SI 145.
239 Tjaldanes GK 525.
363 Maron GK 522.

11.04.2014 00:08

Norskt stál í slippnum

Þrír norsksmíðaðir í slippnum Moby Dick í Florö Sævík í Mandal en hvar var í Noregi er Valdimar smíðaður?

11.04.2014 00:06

Plast og spýta

Ragnar Alfreðs og Skvetta hafa það náðugt í slippnum.

09.04.2014 00:47

Ex íslenskir part 11

 

 

 

 

 

 

 

09.04.2014 00:08

Poseidon í Montevideo

Þeir sem eiga og gera út þennann og Neptune eru að kaupa stórt og öflugt skip í Ástralíu sem verður gert út samhliða Poseidon og Neptune.Þarna er ex Harðbakur EA  kominn langt að heiman alla leið til Montevideo í Uruguay.Er hann ekki eitthvað kunnuglegur þessi sem liggur fyrir aftan Poseidon eða hvað?

08.04.2014 16:12

Súlurass

þetta eru ávalar línur það vantar ekki en þið þekkið þennann sem húnn liggur utan á en það eru ekki eins ávalar línur í honum meira svona reglustrikulínur.
Flettingar í dag: 739
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2703
Gestir í gær: 481
Samtals flettingar: 2714689
Samtals gestir: 450191
Tölur uppfærðar: 25.4.2014 04:50:22
clockhere

Um mig

Nafn:

Markús Karl Valsson

Farsími:

7758770

Afmælisdagur:

17 ágúst 1962

Staðsetning:

Garður

Tenglar